Munið hann Sleipni sem er lestrarfélagi barnanna

Bókmenntaborgin hefur gert Sleipnir, hinn áttfætta goðsagnahest, að lestrarfélaga sínum og allra barna. Sleipnir tekur þátt í verkefnum sem snúa að lestrarhvatningu og skapandi starfi barna og ungmenna. Nánari umfjöllun má finna hér:  Sleipnir – lestrarfélaga barnanna. Þar er fjallað um hugmyndina á bak við verkefnið, bækur um Sleipnir og kynningarmyndbönd.

Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins

Þann 1. apríl 2019 skipulagði mennta- og menningarmálaráðuneytið ráðstefnu um íslenskukennslu í skólum landsins í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Kennarasambands Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Þeir sem ekki komust á ráðstefnuna geta horft á upptöku af henni inn á vef stjórnarráðs Íslands, undir nafninu Áfram íslenska.

Ráðstefnugestir fengu meðal annars bókamerki sem á stóð. ,,Lesum, skrifum, tölum, sköpum, grínumst, hrópum, hvíslum, snöppum, rýnum, hugsum, smíðum ný orð og fögnum á okkar máli. Allt er hægt á íslensku.“

Lesið í leik

Lesið í leik er læsisstefna leikskóla. Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir: ,,Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta.“ Þar kemur einnig fram að eitt af meginmarkmiðum uppeldis og kennslu í leikskóla skuli vera: ,,að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku.“

Ekki leita langt yfir skammt

Víða í grunnskólum er til mikið magn af  kennarahandbókum. Margir gamlir gullmolar leynast þar innan um sem vert er að dusta rykið af. Oft má finna góðar hugmyndir og leiðbeiningar. Hvernig væri að fara í fjársjóðsleit?

Frístundalæsi