Komdu og skoðaðu… eru bækur sem tilheyra náttúru- og samfélagsfræði, en þær eru ekki síður góðar til að efla orðaforða barna. Bækurnar eru allmargar og eru nokkrar komnar í rafbókarform sem inniheldur viðbætur við texta þannig að unnt er að smella á ákveðið merki til að hlusta á textann lesinn og nálgast margskonar viðbótarefni.

Komdu og skoðaðu… Fréttahornið er vefefni til að vinna með bókunum. Þar má m.a. finna kennsluhugmyndir, söguramma, ítarefni, sögur og gagnvirk verkefni.