Færslur

Skrekkstungan

Milli mála prófið

Gæðamálörvun í daglegu starfi

Hér má finna veggspjald um gæðamálörvun í leikskólastarfi sem hægt er að prenta út og hengja upp. Best er að hengja veggspjaldið upp á stöðum þar sem margir hafa það fyrir augunum. Tilvalið er að prenta út aukaeintak og hengja í fataklefann þar sem foreldrar geta líka lesið þó veggspjaldið sé hannað með starfsfólk leikskóla í huga.

Gæðamálörvun í daglegu starfi

 

Námsefni í íslensku fyrir nemendur sem lesa og skrifa erlend tungumál

Á skólavefnum er til efni fyrir byrjendur í íslensku sem eru læsir á nokkur erlend tungumál. Efnið var ókeypis í fyrstu en nú þarf aðgang að skólavefnum til þess að nálgast það. Flestir skólar í Reykjavík eiga aðgang og efnið er til á pdf svo einfalt er að prenta það út.

Efnið er til á pólsku, litháísku, ensku, spænsku, filippseysku og úkraínsku. Fleiri tungumál eru væntanleg.

Pólska

Litháíska

Enska

Spænska

Filippseyska

Úkraínska

 

Orð í gluggum

Orð í gluggum by Helga Agustsdottir

Heiða talmeinafræðingur, sem rekur fésbókarsíðuna Blaðrað á biðstofum, kom með þá frábæru hugmynd að setja orð í glugga líkt og í vor voru settir bangsar út í glugga.

Við á MML gripum hugmyndina um orðafjársjóðsleitina og settum saman nokkur verkefnablöð sem hægt er að nýta við fjársjóðsleitina.

Orð í gluggum – verkefni

Möguleikarnir á því að nýta orðin eru nánast óendanlegir og hægt er að útfæra fjársjóðsleitina eftir aldri barna og þroska.

 

Fyrir foreldra:

  • Tölum saman um orðin
  • Veltum þeim fyrir okkur
  • Vekjum athygli á jákvæðum orðum og hvað falleg orð geta haft mikla þýðingu
  • Æfum okkur að nota orðin í setningu
  • Samvera og spjall

Fyrir kennara:

  • Vinnum með orðaforða á fjölbreyttan máta
  • Búum til setningar með orðunum
  • Nýtum orðin sem kveikju að ritunarverkefnum
  • Söfnum upplýsingum og veltum þeim fyrir okkur
  • Ræðum um líðan og vekjum athygli á þeim hugrenningatengslum sem vakna út frá orðum
  • Söfnum samheitum
  • Nýtum orðin í orðflokkagreiningu
  • Vinnum með lýðræði og kjósum til dæmis:
    • Frumlegasta orðið
    • Skrýtnasta orðið
    • Orð vikunnar
  • Tengjum orðaforðavinnu við nærumhverfið

Hér er áskorunin á fleiri tungumálum:

 

Íslenska til alls – íslensk málstefna

Árið 2008 kom út ritið Íslenska til alls – tillögur íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu og þann 12.mars 2009 samþykkti Alþingi Íslands eftirfarandi þingsályktun um íslenska málstefnu:

,,Alþingi ályktar að samþykkja tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu.“

,,Alþingi lýsir yfir stuðningi við það meginmarkmið tillagna Íslenskrar málnefndar að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags.“

Hver hefur árangur okkar verið?

Íslensk málnefnd  hefur meðal annars það verkefni samkvæmt 9. grein laga nr. 40/2006 að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Má finna allar ályktanir nefndarinnar hér og er þar meðal annars verið að taka út stöðuna í stafrænum heimi, íslensku sem annað tungumál og aðalnámskrár svo eitthvað sé nefnt. Mælt er með því að skoða ályktanir aftur í tímann.

Þetta á erindi til allra þeirra sem unna íslenskri tungu og hvað þá þeirra sem koma að menntun barna.