Vefurinn Leikur og nám með LEGO

Vefurinn Leikur og nám með LEGO er leiðsagnarvefur um legóþjarka og vélræna högun fyrir kennara og nemendur á yngsta og miðstigi grunnskóla.

Á vefnum segir meðal annars:

,,Leikur, samskipti, sköpun og verkleg vinna í námi hjálpa okkur að nálgast námsefni, kalla fram áhuga og virkja okkur í þekkingarleit. Legókubbar bjóða upp á gagnlega og skemmtilega viðbót í kennslu. Þeir veita okkur kærkomið og einstakt tækifæri til að sinna sköpunar- og tækniþáttum á frumlegan og lærdómsríkan hátt með því að sameina hug og hönd, hugsun og framkvæmd. Vélræn högun og myndræn forritun, tölvustýring og sjálfvirkni, tækni og vísindi, verkfræði, eðlisfræði og stærðfræði, leikur og samskipti, sköpun og verkleg vinna. Þetta hljómar vel. Góða skemmtun!“