Í leikskólanum Engjaborg er kennari sem heklar og prjónar brúður sem notaðar eru með sögum og ævintýrumBrúðurnar eru notaðar til að dýpka skilning á sögunni og gæða sögupersónur lífi.

Einingakubbar eru notaðir til að skapa sögusviðið og eru börnin virkir þátttakendur í að hanna það. Ýmsir munir sem til eru í leikskólanum eru einnig nýttir með. Kennarinn setur söguna á svið og ræðir við börnin í leiðinni. Allt verður meira lifandi og auðveldara að skilja mörg orð sem eru flókin. Af og til er börnunum boðið að gera sínar eigin brúður með því að þæfa ull og þannig geta þau skapað sitt ævintýri með félögunum.

Nánar má fræðast um brúðugerðina á vef Brúðusagna.