Í leikskólanum Brekkuborg skiptast börnin á að vera bókaormur vikunnar. Þá kemur viðkomandi barn með bók í leikskólann og er hún lesin fyrir hópinn.

Það er alltaf spennandi að fá að koma með bók og kveikir það hlutverk virkilega bókaáhuga barnanna.

Bókalestur í góðra vina hópi, þar sem kennarinn les með leikrænum tilburðum og spjallar við börnin um söguþráðinn eflir hlustunarskilning.
Hlustunarskilningur er úrvinnsla á því sem við heyrum, með því að tengja við eigin reynslu, endurtaka og/eða segja öðrum frá.