Í leikskólanum Vinagarði má sjá fyrir framan hverja deild litla bókahillu merkta Dagbókin okkar. Opin stílabók er þar í dagslok. Á hverjum degi er skráð í hana það sem dagurinn ber í skauti í leikskólanum. Börnin rita/teikna í hana á sínum forsendum og kennararnir skrá niður það sem þau vilja að fari í dagbókina.

Jafnframt er póstkassi við hverja deild og eru foreldrar hvattir til að hjálpa börnum sínum að skrifa bréf til leikskólans um það sem þau vilja deila með hinum börnunum í leikskólanum.