Í flestum leikskólum má finna einingakubba. Myndin hér er af einingakubbabyggingu í Steinahlíð.

Einingakubbarnir eru frábært verkfæri til margra nota og meðal annars til að efla orðaforða barna.

Hver kubbur hefur sitt nafn: einingakubbur (grunnkubburinn), hálfur einingakubbur, tvöfaldur einingakubbur, fjórfaldur einingakubbur, sneið, stóri sívalningur, litli sílvalningur, litla beygja, stóra beygja, litli stólpi, stóri stólpi, fleygur, bogi, hálfur bogi, stóri þríhyrningur, litli þríhyrningur, ferningur, hálfur bogi, bogi, kross og hálfur kross.