
Í leikskólanum Maríuborg mátti sjá fjölbreytt úrval námsefnis til að efla málvitund barna.
Námsefnið sem er í þessari hillu er eftirfarandi: Lærum og leikum með hljóðin, Orðagull (reyndar aðallega orðaforði), Hljóðkerfisvitund – Spil (Hugur og fluga), Markviss málörvun, Ljáðu mér eyra, Lubbi finnur málbein og Orðahljóð: hljóð, mynd, orð.
Með þessu námsefni er verið að þjálfa hljóðfræði og þar með hljóðkerfisvitund og hljóðavitund barna.