Í leikskólanum Drafnarsteini er veggur sem merktur er Fréttahornið.

Börnin koma með úrklippur úr dagblöðum sem þau festa á vegginn. Í samverustund segja þau frá af hverju þau völdu þessa úrklippu og um hvað hún fjallar.

Skemmtilegar samræður myndast og börnin tjá sig um hin ýmsu málefni.