
Í leikskólanum Miðborg voru nokkur börn að leika sér með LEGO Duplo og voru búin að gera þennan fína dýragarð. Þau töluðu mikið saman á meðan þau skipulögðu leikinn og gáfu síðan hverju dýri sína rödd.
Þessi skemmtilegi leikur barnanna er öflug námsstund þar sem þau æfa málið, þar með talið málfræðina sem þau heyra í umhverfinu og eru að tileinka sér.