Í leikskólanum Björtuhlíð má sjá þessa frábæru hugmynd.

Bækur sem mikið eru notaðar verða á endanum svo lúnar að þeim er ekki viðbjargandi. Þá er um að gera að klippa þær myndir út sem eru heilar í bókunum, plasta þær og setja franskan rennilás aftan á. Þannig öðlast myndirnar framhaldslíf sem efniviður í sögugerð.