Í leikskólanum Suðurborg voru myndir af íslensku húsdýrunum og var hver mynd merkt viðkomandi dýri.

Dýrin vekja alltaf áhuga hjá börnunum og því kjörið að ræða nánar um þau. Hvað heitir kvenndýrið, karldýrið og ungviðið? Hvað éta þau og hvernig orð eru notuð til að lýsa þeirri athöfn (bíta, narta, kroppa)? Hvar búa þau (fjós, fjárhús, hæsnakofa)?

Hani, krummi, hundur, svín,

hestur, mús, tittlingur.

Galar, krunkar, geltir, hrín,

gneggjar, tístir, syngur.

Magnús raular, músin tístir,

malar kötturinn.

Kýrin baular, kuldinn nístir,

kumrar hrúturinn.

Kæpir selur, kastar mer,

konan fæðir, ærin ber,

fuglinn verpir, flugan skítur,

fiskur hrygnir, tíkin gýtur.