
Í leikskólanum Nóaborg er mikið til af allskonar efni sem eflir mál og læsi. Meðal annars mátti sjá spilið sem er hér á myndinni fyrir ofan. Börnin voru að leika sér að para saman hljóð stafa til að mynda orð. Auðvitað voru sum að para saman myndahluta og lesa síðan í þykjustunni. Hvorutveggja er skemmtilegur leikur sem undirbýr börnin í að verða læs.