Í leikskólanum Seljakoti var bókunum hagalega komið fyrir. Sá sem gengur framhjá þessum bókahillum langar örugglega að taka bók í hönd og lesa.

Þegar kennari les bók fyrir börn túlkar hann söguna með því að nýta blæbrigði raddarinnar. Hann nýtir einnig svipbrigði, líkamsstöðu og hreyfingu til að gefa orðunum dýpri merkingu. Þannig kynnast börnin mismunandi málnotkun í mismunandi aðstæðum sögunnar.