Nemendum í Vættarskóla Borgum finnst skemmtilegt að æfa sig í lesskilningi með því að snúa vísi á skífu og lesa eða hlusta með ákveðið dýr í huga (spjaldið var keypt í Tiger).

Hvert dýr stendur fyrir lesskilningsaðferð:

  • Froskur – Rifjaðu upp í huganum það sem þú last
  • Fugl – Spyrðu sjálfan þig um leið og þú lest
  • Björn – Sjáðu fyrir þér það sem þú lest
  • Fíll – Spáðu fyrir um það sem gerist næst
  • Kanína – Segðu frá hvað þú last
  • Krabbi – Hvernig heldur þú að sagan endi?
  • Api – Skoðaðu myndirnar
  • Snákur – Lærðu ný orð.