Lestur framhaldssagna og ritun í leikskóla

Í leikskólanum Ægisborg eru lesnar framhaldssögur með eldri börnunum og eru þau síðan hvött til að rita upplifun sína á sögunni.

Ritun er ekki bara að skrifa heldur er það líka teiknun, túlkun og sköpun.

Á meðfylgjandi mynd má sjá skemmtilegar teikningar eftir börnin þar sem þau eru hvert fyrir sig að rita sína upplifun og skilning á söguþræðinum í bókinni Bróðir minn Ljónshjarta.

Jafnframt var tekið upp myndband af frjálsum leik barnanna. Í þeim leik sköpuðu þau sögusviðið, persónur og túlkuðu söguna eftir sínum skilning. Myndbandið má sjá hér, https://www.youtube.com/watch?v=TbYE6nXZsZY