Lestur framhaldssagna og ritun í leikskóla

Í leikskólanum Ægisborg eru lesnar framhaldssögur með eldri börnunum og eru þau síðan hvött til að rita upplifun sína þegar lestri bókar lýkur.

Ritun er ekki bara að skrifa heldur er það líka teiknun, túlkun og sköpun.

Á meðfylgjandi mynd má sjá skemmtilegar teikningar eftir börnin þar sem þau eru hvert fyrir sig að rita sína upplifun og skilning á söguþræðinum í bókinni Bróðir minn Ljónshjarta.

Jafnframt var tekið upp myndband af frjálsum leik barnanna. Í þeim leik sköpuðu þau sögusviðið, persónur og túlkuðu söguna eftir sínum skilning. Myndbandið má sjá hér, https://www.youtube.com/watch?v=TbYE6nXZsZY