Í leikskólanum Hof er meðal annars unnið með námsefnið Lubbi finnur málbein.

Í námsefninu um Lubba eru tákn (TMT) fyrir hljóð stafanna. Hvert hljóð á eitt tákn sem er lýsandi fyrir hljóðið. Með því að nota tákn verða hljóðin sýnileg og það hjálpar börnum að skilja og muna þau.