Málfræðigreining er forrit á vef Menntamálastofnunar sem var samið með það í huga að nemendur geti á auðveldan hátt öðlast færni í greiningu hinna ýmsu málfræðiatriða.

Forritið metur svör nemenda samstundis, gefur kost á innbyggðri hjálp og greinir árangur þannig að nemendur geti gert sér grein fyrir sterkum og veikum hliðum sínum.

Athugið að forritið er ekki fyrir spjaldtölvur.