Í leikskólanum Furuskógum eru þessi skemmtilegu spjöld með mismunandi fyrirmælum.

Börnum finnst mjög gaman að nota spjöldin. Þau gera sér að leik að draga spjald, láta lesa fyrirmælin og framkvæma það sem stendur á spjaldinu.

Fyrirmælin eru margvísleg og má nefna sem dæmi: ,,Finndu tvo hluti sem eru mjúkir.“ – ,,Sveiflaðu handleggjunum í eins stóra hringi og þú getur.“

Spjöldin eru plöstuð þannig að bæði er hægt að nota þau inni og úti.