Í Vættaskóla Borgir mátti sjá þessa útfærslu á nokkrum lyklum lesskilnings. Kennarinn fer yfir einn og einn lykil í einu.  Þegar hann les fyrir nemendur eða þeir lesa sjálfir,  þá eiga þeir að vera með í huga það sem ,,lykill dagsins“ segir til um.

Lyklarnir eru:

  • Spyrðu sjálfan þig um leið og þú lest
  • Lærðu ný orð
  • Segðu frá því sem þú last
  • Spáðu fyrir um hvað gerist næst
  • Sjáðu fyrir þér það sem þú lest
  • Rifjaðu upp í huganum það sem þú last
  • Lestu…lestu…lestu
  • Skoðaðu myndirnar