Í leikskólanum Hömrum mátti finna í hillu spilið Segðu sögu. Þetta spil kannast örugglega margir við, enda til í flestum leikskólum.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er verið að segja sögu með hjálp mynda.

Börn læra smá saman að segja sögur og það getur verið gott að hafa myndir til að hjálpa við að byggja söguna upp.

Þegar börn eru komin yfir eins setninga stigið má fara að benda á að það eru sögupersónur í sögu. Sagan gerist á ákveðnum stað og það er eitthvað sem lætur söguþráðinn fara af stað. Að lokum eru svo sögulok eða endir.