Í leikskólanum Heiðarborg mátti sjá námsefnið Sögugrunninn. Kassarnir voru settir upp á litlar hillur þannig að auðvelt og fljótlegt er að grípa með sér kassa til að vinna með.

Sögugrunnurinn býður upp á fjölbreytta möguleika og eflir ímyndunarafl og sköpunargleði barna í sögugerð og frásögnum. Sögugrunnurinn auðveldar börnum að átta sig á sögubyggingu.