
Leikskólinn Reynisholt er búinn að koma sér upp góðu safni af sögutöskum. Í hverri sögutösku eru leikmunir sem tengjast ákveðinni bók.
Oft er bókin lesin fyrst og síðan sagan sögð með hjálp leikmunanna. Skemmtilegar umræður skapast og auðvelt er að dýpka skilninginn á sögunni með hjálp leikmunanna.
Börnin hafa einnig mjög gaman af því að segja söguna með leikmununum.