Í leikskólanum Hólaborg er spil sem heitir Magnea Talk Match-up Adventures. Þetta spil er þannig að sett er upp skilrúm á milli tveggja aðila (t.d. barns og kennara) sem er segultafla. Það fylgja með ákveðin spjöld sem er umhverfið, hlutir og persónur.

Leikurinn gengur út á það að aðilarnir skiptast á að að koma með fyrirmæli t.d. ,,fiskurinn er í ánni“ og báðir framkvæma þau. Í lokin er skoðað hvort uppröðunin sé eins hjá báðum.

Ein hugmynd að vinnu með þennan efnivið er að vera með einfaldar setningar og þyngja þær síðan smátt og smátt, sbr. ,,fiskinn í ána“ – ,,fiskurinn syndir í ánni“ – ,,fiskurinn er neðst í ánni og er að synda upp.“