Hver kannast ekki við að hafa sungið hástöfum: ,,Nú er frost á fróni, frýs í æðum blóð…“ Í flestum leikskólum landsins syngja börnin Þorraþræl á þorranum og fara létt með það.

Mikið er af orðum í textanum sem ekki eru notuð dagsdaglega og því kjörið tækifæri að vinnar nánar með þau. Í leikskólanum Sæborg var vel sýnilegt hvernig unnið var markvisst með textann eins og sjá má hér á myndinni.