Í leikskólanum Seljaborg skiptast börnin á að fara heim með lítinn töfrakassa. Í töfrakassann velja þau svo einn hlut heima hjá sér og setja í kassann.

Í samverustund í leikskólanum opnar barnið töfrakassann, sýnir hinum börnunum hlutinn og segir frá honum. Þetta er alltaf jafn spennandi og skemmtilegt.