Í leikskólanum Holti mátti sjá tilkynningu til foreldra þar sem kynnt voru ný hlutverk sem börnin skiptast á að gegna.

Þessi hlutverk eru: umsjónarmaður, sópstjóri, ávaxtastjóri, huggari, bókaþjónn, þvottaþjónn og teljari. Nánar er síðan tilgreint hvað felst í hverju hlutverki fyrir sig.

Börnin eru mjög áhugasöm og virk í að sinna hlutverki sínu.  Hlutverkin bjóða upp á  kjöraðstæður til að efla orðaforðann með því að setja orð á athafnir og hluti á markvissan hátt. Krydda má hlutverkin með fjölbreyttri  orðanotkun, orðatiltækjum og málsháttum.