Í leikskólanum Bjartahlíð er unnið vísindastarf með börnum. Hér á myndinni má sjá hluta af þeim efnivið sem notaður er í því starfi.

Með því að setja orð á það sem verið er að gera með börnunum og markvisst að nota fjölbreyttan orðaforða, þá er verið að leggja inn í orðaforðabanka barnanna. Í vísindastarfi fá börnin að ,,þreifa, sjá og upplifa“ orðin.