
Í leikskólanum Vesturborg eru vísurnar úr bókinni Lubbi finnur málbein víða upp á vegg.
Þessar vísur eru sungnar og er áhersla lögð á hljóð hvers stafs og táknrænar hreyfingar hans með.
Skemmtilegt er að sjá hvað þetta er prentað út í stóru letri, þannig að auðvelt er fyrir börnin að hljóða sig í gegnum áhersluorð vísunnar.