Lestrarfærni er ákveðin hæfni sem er fólgin í því að lesa með eðlilegum hraða (eins og þú talar), lesa rétt og með réttum áherslum. Og síðast en ekki síst að skilja það sem lesið er.

Gott er að ræða við börnin um áhugamál þeirra,  fara á bókasafnið og finna bækur og tímarit sem tengist áhugamálinu. Grúska saman, spjalla og lesa. Áhuginn ber okkur hálfa leið.