Miðja máls og læsis
Miðja máls og læsis er þekkingarteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem fer á vettvang og veitir kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi stuðning, ráðgjöf og fræðslu varðandi mál og læsi.
Hvað er málþroski, hvernig er stutt við hann, hvar og hvernig er hann efldur? Af hverju þarf að vera að huga að málþroskanum?
Öflugur málþroski er í raun lykillinn að lífinu! Málþroskinn er að þróast allt lífið, en grunnurinn skiptir miklu máli. Góður málþroski er forsenda þess að ná árangri í lestrarnámi. Börn ná tökum á málþroska að mestu leyti á fyrstu sex árum ævi sinnar, en hann heldur áfram að þróast á grunnskólaárunum. Segja má að þróun málþroskans, það er tungumálsins ljúki aldrei.