Markmið Miðju máls og læsis:

 • er að efla fagmennsku kennara og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi.
 • er að tryggja aðgengi alls stafsfólks og kennara í skóla- og frístundastarfi að ráðgjöf og stuðningi við fagleg vinnubrögð með mál og læsi.

Hlutverk brúarsmiða/móðurmálskennara er að bjóða upp á:

 • ráðgjöf og fræðsla til foreldra og kennara vegna barna af erlendum uppruna.
 • brúarsmíði vegna barna sem eru að koma ný inn í grunnskólann eða eru að flytjast á milli skólastiga.
 • millimenningarfræðsla og kennsluráðgjöf.
 • stuðningur við nemendur

Hlutverk læsisráðgjafa Miðju máls og læsis er að:

 • styðja leikskólakennara og starfsfólk leikskóla við að byggja upp ríkulegt mál- og læsisumhverfi í öllum leikskólum borgarinnar.
 • styðja starfsfólk í frístundasarfi við að nýta þau tækifæri sem liggja í starfi á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum  til að vinnu með mál og læsi
 • styðja grunnskólakennara og starfsfólk í grunnskólum við að þróa og beita kennsluháttum sem reynast best við lestrarkennslu í blönduðum nemendahópi og vinnu með læsi í víðum skilningi.
 • standa fyrir námskeiðum og fræðslufundum fyrir starfsfólk og kennara í skóla- og frístundastarfi
 • halda úti vef  með fræðsluefni og leiðbeiningum um vinnu með mál og læsi.
 • auka færni kennara beggja skólastiga við að efla mál og læsi allra barna með sérstaka áherslu á börn sem ljóst er að þurfa stuðning
 • skapa vettvang fyrir tengslanet starfsfólks og kennara í skóla- og frístundastarfi sem hittist reglulega til að miðla og afla nýrrar þekkingar.
 • auka þekkingu og færni kennara beggja skólastiga til að vinna með foreldrum að því að efla mál og læsi á íslensku og fjölbreyttum móðurmálum.
 • veita kennsluráðgjöfum og skólum ráðgjöf vegna framkvæmdar, úrvinnslu niðurstaðna og eftirfylgni vegna skimana.