Málþroski – mál og læsi
Hvað er málþroski, hvernig er stutt við hann, hvar og hvernig er hann efldur? Af hverju þarf að vera að huga að málþroskanum?
Öflugur málþroski er í raun lykillinn að lífinu! Málþroskinn er að þróast allt lífið, en grunnurinn skiptir miklu máli. Góður málþroski er forsenda þess að ná árangri í lestrarnámi. Börn ná tökum á málþroska að mestu leyti á fyrstu sex árum ævi sinnar, en hann heldur áfram að þróast á grunnskólaárunum. Segja má að þróun málþroskans, það er tungumálsins ljúki aldrei.
Mál
Orðaforði
Orðaforði felur í sér að börn læri að orð tákni ákveðnar hugmyndir eða hugtök. Það skiptir máli að börn læri mörg orð og hafi djúpa þekkingu á merkingu þeirra.
Hljóðfræði
Hljóðfræði lýsir myndun málhljóða, hrynjanda og hljóðkerfisvitund. Málhljóð: myndunarstaður, myndunarháttur, röddun og fráblástur. Hrynjandi: lengd hljóða, áherslur og taktur. Hljóðkerfisvitund: greining málhljóða í smærri hljóðeiningar og vinnu með þær.
Setningarfræði
Setningarfræði fjallar um gerð setninga og setningaliða. Má þar nefna hvernig börn læra að nota orðaröð, aðalsetningar, aukasetningar, aðaltengingar, aukatengingar og spurnarsetningar.
Málfræði (orðmyndunarfræði)
Málfræði fjallar um hvernig börn ná tökum á ýmsum málfræðireglum eins og fallbeygingu, þátíð, fleirtölu og fleira.
Málnotkun
Málnotkun fjallar um það hvernig málið er notað til að tjá daglegar þarfir, frásagnir og sögugerð og þekkja reglur um samskipti og kurteisi.
Hlustunarskilningur
Hlustunarskilningur eða málskilningur felur í sér að skilja merkingu orða og setninga. Í honum felst skilningur á töluðu máli, hlustun og hljóðræn úrvinnsla.
Læsi
Mál- og lesskilningur
Í mál- og lesskilningi felst að skilja merkingu orða og setninga. Það er skilningur einstaklings á töluðu og lesnu máli.
Hljóðavitund
Hljóðavitund er færni við að greina og þekkja hljóð bókstafa og nýta til að lesa úr táknum þeirra. Hljóðavitund byggir á hljóðkerfi tungumála og gegnir mikilvægu hlutverki í tali og lestri.
Orðaforði
Orðaforði felur í sér að börn læri að orð tákni ákveðnar hugmyndir eða hugtök. Það skiptir máli að börn læri mörg orð og hafi djúpa þekkingu á merkingu þeirra.
Lesfimi
Lesfimi byggir á sjálfvirkni, nákvæmni og hrynrænum þáttum tungumálsins. Með lesfimi er átt við börn lesi af nákvæmni, jöfnum hraða og viðeigandi hendingum.
Ritun
Ritun felur í sér að samþætta alla þætti tungumálsins. Ritun er meðal annars umskráning, stafsetning og miðlun.
Hljóðkerfisvitund
Hljóðkerfisvitund fjallar um hvernig barn lærir að greina talmál í smærri hljóðeiningar og hvernig vinna má með einingarnar á mismunandi vegu. Með hljóðeiningum er átt við að geta sleppt úr, bætt við og/eða skipt um hljóð eða hljóðeiningar í orðum og fleira.