Á þessari síðu má finna hagnýtar leiðbeiningar til þess að tryggja farsæla skólabyrjun nýrra nemenda á Íslandi. Á síðunni eru einnig upplýsingar um hvað þarf að koma fram í móttökuáætlunum skv. Lögum um grunnskóla og Aðalnámskrá.
Hér koma leiðbeiningar um hvernig börn eru skráð í skólann. Í móttökuáætlun þarf aðeins að koma fram hver beri ábyrgð á því að skrá barn inn í Frigg nemendagrunn og að hverju þurfi sérstaklega að huga.
Hver ber ábyrgð á innritun?
Hver skráir barn í Frigg?
Tryggja þarf að unnt sé að boða fjölskyldu í móttökuviðtal og tryggja viðeigandi túlkun.
Í móttökuviðtali þarf að ganga úr skugga um að samskiptaleiðir milli skóla og heimilis séu með þeim hætti að uppaldendur fái allar þær upplýsingar sem sendar eru frá skólanum og geti nýtt sér þær.
- Veita þarf grunnupplýsingar um skólastarfið og fá þær upplýsingar sem við verðum að hafa um heilsu barnsins og velferð
Hver? | Hvað? | Gögn |
---|---|---|
Stjórnandi | Bjóða velkomin í skólann og allir kynna sig | – |
. | Kynna foreldrum rétt til túlkaþjónustu. | – |
. | Finna þarf leið til þess að samskipti heimilis og skóla séu tryggð.
Lesa uppalendur tölvupóst? Á hvaða tungumálum? | Upplýsingar úr Frigg. |
Spyrja þarf um heilsufar barnsins og hvort það sé með sjúkdóma eða lyf sem skólinn þarf að vita af. Kynna þjónustu skólahjúkrunarfræðings og ræða sjónmælingar, heyrnarmælingar og minnast á tannlæknaþjónustu við börn. | ||
. | Skóladagatal kynnt og helstu frídagar útskýrðir. | Skóladagatal |
. | Þjónusta íslenskuvers kynnt | Umsókn um íslenskuver |
Umsjónarkennari | Stundatafla barnsins kynnt og útskýrð. Námsgreinar útskýrðar. Kennarar kynntir eða útskýrt hvernig faggreinakennsla er útskýrð. | Stundatafla Kennaralisti með myndum |
. | Sundkennsla rædd og spurt út í sundkunnáttu barnsins. Kynning á stuðningsúrræðum í sundi ef þörf er á. | – |
. | Hvað þarf barnið að taka með sér í skólann? Hvaða gögn þarf barnið skólann og hvað þarf barnið að eiga heima. | – |
. | Matur. Spyrja þarf hvort það sé eitthvað sem barnið megi ekki borða. Útskýra þarf grænmetisvalkosti og að tillit sé tekið til ofnæmis eða fæðuóþols. | – |
. | Nesti útskýrt. T.d. hnetulaus skóli. | – |
Fulltrúi félagsmiðstöðvar eða frístundaheimilis | Kynning á starfsemi félagsmiðstöðvar eða frístundaheimilis. | Dagatal / dagskrá / skráning |
Fulltrúi Velkomin í hverfið | Kynning á skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í hverfinu. | Bæklingar |
. | Næstu skref útskýrð og fundartími vegna stöðumats/Stikum af stað festur. | – |
. | Gengið um skólann og helstu rými sýnd. Inngangur skólans sýndur, íþóttahús, sérgreinastofur og matsalur. Vakin athygli á hvar er farið úr skónum og til hvers sé ætlast í hverju rými. | – |
Í móttökuáætlun skólans þarf að koma fram hver beri ábyrgð á að skipuleggja fyrirlögn stöðumats á sterkasta tungumáli barnsins og hvenær hver hluti stöðumatsins er lagður fyrir.
MML leggur til að fyrsti hluti stöðumatsins sé lagður fyrir áður en barn hefur nám með bekk eða í íslenskuveri. Þannig er hægt að skipuleggja áætlun um nám barnsins með hliðsjón af þeim styrkleikum, reynslu og væntingum sem barnið kemur inn í skólastarfið með.
Síðari hluta stöðumatsins, læsi og talnaskilningur eða stærðfræðihluti, er hægt að leggja fyrir þegar barnið hefur náð fótfestu í skólanum.
Lýsing – leiðbeiningar með Stikum af stað og hlekkir.
1. viðtal | ||
Ræða hvaða hlutar stöðumatsins verða lagðir fyrir síðar og á hvaða tungumáli |
Læsi | ||
Talnaskilningur | ||
Stærðfræðihluti |
Undirbúningur komu nýs nemenda er snýst ekki bara um hvaða upplýsingar þarf að sækja eða veita og hvaða viðtöl þurfi að eiga sér stað. Undirbúa þarf alla sem koma að skólagöngu barnsins fyrir komu nemandans og gefa viðeigandi upplýsingar.
Koma þarf fram hver beri ábyrgð á að miðla mikilvægum upplýsingum og hvernig er almennt staðið að því.
Kennarar og starfsfólk skólans
Foreldrar samnemenda
Starfsfólk í frístundastarfi
Nemendur
Sérstaklega þarf að huga að því að styrkja nemendahópinn í hlutverki sínu í móttökuferlinu þannig að stutt sé við félagsleg samskipti og tengslamyndun samhliða því að gert sé ráð fyrir fjölbreyttri og jafnvel óhefðbundinni tjáningu svo upplifun nýs nemanda af íslensku málumhverfi verði jákvæð og styðjandi.
MML leggur til að þessi þáttur sé sérstaklega ávarpaður í málstefnu skólans og í móttökuáætlun sé vísað í hana.
Í námsáætlun þarf að koma fram hvernig kennslu í íslensku sem öðru tungumáli er háttað og á hvaða stig ÍSAT kennslu barn hefur nám. Einnig þarf að huga að því hvort einhver sérstök aðlögun fari fram fyrstu vikur námsins og í hvaða námsgreinum barn tekur fullan þátt í með bekknum.
Þegar börn nýta stuðning íslenskuvera í hverfum þarf að koma fram hvernig stuðningi íslenskuvers er háttað, hvernig ferðalögum er háttað milli heimaskóla og íslenskuvers, uppfæra þarf skóladagatal með hliðsjón af þátttöku í íslenskuverum.
Gagnlegt er að í móttökuáætlun sé hægt að finna allar hagnýtar upplýsingar um starfsemi íslenskuvers hverfisins s.s. tengiliði, hvernig tilkynna þurfi forföll o.fl.
Þegar barn þarf að tileinka sér latneskt ritmál hefur það nám á forstigi og þá þarf að huga sérstaklega að stafa- og hljóðainnlögn. Gagnlegt er að hafa viðmiðunarstundatöflu í kennslu ÍSAT til hliðsjónar þegar lestrarkennslan er skipulögð.
Upplýsingar um starfssemi íslenskuvera í hverfum
Leiðbeiningarskylda skóla gagnvart fjölskyldum verður ríkari eftir því sem félagsleg staða fjölskyldu er flóknari og forsendur fólks til gagnsærrar og tæmandi upplýsingaöflunar verða stopulli. Menningarmunur, tungumál og læsi eru allt dæmi um mögulegar hindranir fólks í að afla sér réttra upplýsinga.
Alltaf þarf að ganga úr skugga um að boðleiðir milli skóla og heimilis séu opnar, virkar og skiljanlegar.
Hér skal vera gátlisti um þær upplýsingar sem tryggja þarf að nemandi og foreldrar fái:
- Upplýsingar um skólagöngu barnsins
- Upplýsingar um skólastarfið almennt
- Upplýsingar um rétt til túlkaþjónustu
- Ráðgjöf
- Aðgangur að upplýsingum um grunnskólastarf
Ath. réttur foreldra til að mæta í foreldraviðtal
- Hvernig er fyrirkomulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli?
- Hvernig er stuðningi við íslenskunám háttað í öðrum faggreinum?
- Hvernig er námsáætlun í ÍSAT miðlað milli kennara og starfsfólks?
- Hvernig er námsframvindu í ÍSAT miðlað milli kennara og starfsfólks?
Handbók um íslensku sem annað tungumál
Hvað þarf að koma fram í móttökuáætlun skóla eða sveitarfélags?
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur 2013. Mikilvægt að móttökuáætlun skóla sé skrifuð þannig að hún nýtist við móttöku allra nýrra nemenda á Íslandi og skrifuð þannig að alltaf sé gengið út frá þeirri grunnhugsun að öll börn séu börn, og eiga jafnan rétt á menntun óháð stétt, stöðu og stuðningsþörfum.
Lög um móttöku nýrra nemenda á Íslandi voru nýmæli 2008. Þar er kveðið á um að skólar skuli fylgja eigin móttökuáætlun eða móttökuáætlun sveitarfélags þegar þeir taka á móti nýjum nemendum. Grunnskólum og sveitarfélögum er frjálst að útfæra móttökuáætlanir þannig að þær samræmist aðstæðum og áherslum í skólastarfi. Skólar eru hvattir til þess að byggja móttökuáætlun á styrkleikum og sérkennum síns skóla en ekki má víkja frá gildandi lögum og reglugerðum.
Breytingar voru gerðar á Aðalnámskrá grunnskóla 2021 og 2023 breyttust kröfur til móttökuáætlana og hér fyrir neðan er samantekt á því hvaða kröfur eru gerðar til móttökuáætlana skóla og/sveitarfélaga.
Móttökuáætlun þarf að vera til staðar og aðgengileg
Skv. 16. grein Laga um grunnskóla skulu skólar fylgja móttökuáætlun skóla eða sveitarfélags þegar þeir taka á móti nýjum nemendum.
Móttökuviðtal þarf að fara fram áður en nemandi hefur skólagöngu
“Í móttökuviðtali skal lögð áhersla á heildræna móttöku nemenda og foreldra. Þar gefst nemanda og foreldrum tækifæri til að upplýsa skólann um þarfir, menningu og stöðu nemandans. Námsáætlun skal byggð á niðurstöðum þeirra upplýsinga og stöðumatsins.”
Efling félagslegra tengsla og þátttöku í skipulögðu frístundastarfi
Í kafla 7.13 kemur fram að óformleg menntun og þátttaka í skipulögðu frístundastarfi stuðli að því að styrkja hæfni nemenda í íslensku, efla félagsleg tengsl og auka virkni þeirra og hæfni.
Í Reykjavík er unnið eftir Velkomin í hverfið sem er samstarf skóla og hverfamiðstöðva.
Leggja skal stöðumat fyrir nýja nemendur á Íslandi á sterkasta tungumáli þeirra
Í 3. mgr. 16. greinar Laga um grunnskóla er tekið fram að móttökuáætlun vegna nemenda með annað móðurmál en íslensku skal taka mið af bakgrunni þeirra, [stuðningsþörfum], 1) tungumálafærni og færni á öðrum námssviðum.
Í Aðalnámskrá grunnskóla kafla 7.13 Móttaka nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn kemur fram að leggja skuli stöðumat á þessum þáttum á sterkasta tungumáli nemandans.
Tryggja þarf upplýsingagjöf til nemenda og foreldra
- Upplýsingar um skólagöngu barnsins
- Upplýsingar um skólastarfið almennt
- Upplýsingar um rétt til túlkaþjónustu
- Ráðgjöf
- Aðgangur að upplýsingum um grunnskólastarf
Í 2. mgr.16. grein laga um grunnskóla segir ennfremur að foreldrum skulu veittar upplýsingar um skólagöngu barnsins og skólastarfið almennt og foreldrum með annað móðurmál en íslensku og heyrnarlausum foreldrum greint frá rétti þeirra til túlkaþjónustu.
Í 3. mgr.16. grein laga um grunnskóla er ítrekað að tryggja skuli að þessir nemendur og foreldrar þeirra fái ráðgjöf og aðgang að upplýsingum um grunnskólastarf.
Í kafla 7.13 Móttaka nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn segir: “Mikilvægt er að foreldrar með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn fái góða kynningu á skólanum og íslensku skólakerfi, t.d. væntingar um samstarf heimilis og skóla. Foreldrar skulu fá greinargóðar upplýsingar um námsstöðu barna sinna, framfarir og stuðning sem þeim er veittur. Einnig ber skólanum að fræða foreldra um kosti þess að halda við og rækta móðurmál barnanna. Þeir skulu upplýstir um leiðir sem þeir geta sjálfir farið til að styðja við nám barna sinna, lögum samkvæmt.”
Fram kemur hvernig kunnátta nemenda í fleiri tungumálum en íslensku er sannreynd og viðurkennd
4. mgr. 16. greinar Laga um grunnskóla tekur einnig fram að grunnskólum er heimilt að viðurkenna kunnáttu í móðurmáli nemenda með annað móðurmál en íslensku sem hluta af skyldunámi er komi í stað skyldunáms í erlendu tungumáli. Nánari leiðbeiningar er að finna í 16. kafla Aðalnámskrár grunnskóla:
Viðmið um verklag vegna beiðni um undanþágu frá skyldunámi í tiltekinni námsgrein:
1. Umsókn foreldra skal vera skrifleg og staðfest af foreldrum og nemanda eftir því sem við á. Í umsókn þarf að koma fram nafn, kennitala, heimilisfang og grunnskóli nemandans.2. Rökstuðningur undanþágu þarf að koma fram í umsókn foreldra, ásamt skriflegu mati sérfræðinga ef við á.3. Skólastjóri aflar frekari viðbótarupplýsinga, t.d. frá umsjónarkennara og skólaþjónustu ef þess er talin þörf.4. Skólastjóri skal svara erindi skriflega og viðhafa ákvæði stjórnsýslulaga við framkvæmdina.
Vinna skal áætlun um nám barnsins byggt á upplýsingum úr móttökuviðtali og stöðumati
- Hvernig er unnið úr upplýsingum móttökuviðtals og stöðumats?
- Hvernig er námsáætlunin unnin?
- Hvernig er upplýsingum um námsáætlun miðlað til allra kennara barnsins?
- Hvernig er upplýsingum miðlað til heimils?
Í kafla 7.13 í Aðalnámskrá grunnskóla segir: “Í móttökuviðtali skal lögð áhersla á heildræna móttöku nemenda og foreldra. Þar gefst nemanda og foreldrum tækifæri til að upplýsa skólann um þarfir, menningu og stöðu nemandans. Námsáætlun skal byggð á niðurstöðum þeirra upplýsinga og stöðumatsins.”
Nám í íslensku sem öðru tungumáli
- Hvernig er fyrirkomulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli?
- Hvernig er stuðningi við íslenskunám háttað í öðrum faggreinum?
- Hvernig er námsáætlun og námsframvindu í ÍSAT miðlað milli kennara og starfsfólks?
4.mgr. 16. greinar laga um grunnskóla tekur fram að nemendur með annað móðurmál en íslensku eiga rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Með kennslunni er stefnt að virku tvítyngi þessara nemenda og að þeir geti stundað nám í grunnskólum og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi.
Í Aðalnámskrá grunnskóla kafla 7.13 Móttaka nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn segir: “Ábyrgð á íslenskunámi nemandans hvílir á skólastjórnendum, umsjónarkennurum, íslenskukennurum, öllum öðrum kennurum og foreldrum og þessir aðilar þurfa að vinna saman til að námið verði markvisst.”
Millimenningarfræðsla til starfsfólks
- Fram þarf að koma hvernig fræðslu um ólík skólakerfi, ólíkan menningarbakgrunn og millimenningarfræðslu til starfsfólks er háttað
Í Aðalnámskrá grunnskóla, kafla 7.13 Móttaka nemenda með fjölbreyttan tungumála- og meninngarbakgrunn segir: „Kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk skólans skal gera sér far um að kynnast heimamenningu nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Skólakerfið í upprunalandinu getur verið að einhverju leyti ólíkt því íslenska og mögulega hefur orðið rof á skólagöngu nemandans um einhver ár. Samskipti skólans við foreldra þurfa að vera regluleg og skýr og einkennast af trausti og gagnkvæmri virðingu og miðast að því að ná sameiginlegri sýn um menntun barna í íslensku skólakerfi.”
Fram kemur hvernig málstefna skólans er unnin og henni viðhaldið
Hvernig unnið er með málvitund allra nemenda skólans svo stutt sé við málumhverfi allra nemenda.
Hvernig stuðlað er að aukinni virðingu og víðsýni fyrir fjölbreyttum tungumála- og menningarbakgrunni.
Í kafla 7.14 Fjöltyngi úr Aðalnámskrá grunnskóla
„Æskilegt er að skólar og frístundaheimili móti sér tungumálastefnu sem leiðarljós fyrir starfsfólk og nemendur í daglegu starfi og samskiptum. Taka skal mið af núgildandi lögum, stefnum, aðalnámskrám og alþjóðlegum skuldbindingum. Við mótun tungumálastefnu er mikilvægt að starfsfólk ígrundi í sameiningu hvernig unnið er með fjölbreytt tungumál og komi sér saman um þær áherslur sem eiga að vera ríkjandi. Í tungumálastefnu þarf að koma fram með hvaða hætti er unnið með tungumál í samskiptum og daglegu starfi og hvaða leiðir eru nýttar til að nýta tungumálaforða nemenda sem best ásamt því að virkja og viðhalda áhuga allra nemenda á fjöltyngi.”
Í kafla 19.1 Menntagildi og megintilgangur íslensku
„Margþætt hlutverk náms í íslensku kallar á samstöðuog samstarf innan skóla um máluppeldi. Mikilvægt er að grunnskólar marki sér málstefnu á grundvelli aðalnámskrár og íslenskrar málstefnu sem Alþingi hefur samþykkt og að henni sé fylgt í öllum námssviðum.”
Hvað er áætlun?
Góð áætlunargerð dregur úr óvissu, eykur skilvirkni, eflir sameiginlegan skilning á markmiðum samhliða því að auðveldara er að hafa yfirsýn yfir það sem gert er. Til þess að áætlanir verði gagnlegar þurfa þær að innihalda þrjú atriði:
- Hvað? – Hvað þarf að gera? Hvaða verkefni þarf að leysa eða vinna? Hvers konar vinna þarf að fara fram?
- Hver? – Hver ber ábyrgð á ólíkum verkþáttum?
- Hvenær? – Hvenær á að sinna ólíkum verkþáttum?
(Kerzner, H., 2009)
Grind að móttökuáætlun – sem hægt er að fylla út í
Gátlistar og ítarefni
Dæmi um viðtalsramma
Dæmi um ….