Við skipulag kennslu er nauðsynlegt að gera ráð fyrir virkri þátttöku allra nemenda. Ef einhverjir nemendur, jafnvel einn nemandi, getur ekki tekið virkan þátt – þá þurfum við að huga að endurskipulagningu.
Hugtakið algild hönnun kemur upphaflega úr arkitektúr. Þar er átt við aðgengi allra að byggingum og hvernig hönnun eigi að gera ráð fyrir öllum fyrirfram, áður en fólk rekst á að komast ekki milli hæða, inn um gættir, upp þrep eða aðrar aðgengishindranir.
Á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er algild hönnun útskýrð:
Aðgengi fyrir alla: Með aðgengi fyrir alla er átt við að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun mannvirkja á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr mannvirkjum, jafnvel við óvenjulegar aðstæður, t.d. í eldsvoða. Jafnframt séu sjónarmið algildrar hönnunar höfð að leiðarljósi við hönnun bygginga og umhverfis þeirra.
Algild hönnun: Hönnun framleiðsluvara, umhverfis, áætlana og þjónustu sem allir geta nýtt sér, að því marki sem aðstæður leyfa, án þess að koma þurfi til sérstök útfærsla eða hönnun. Algild hönnun útilokar ekki hjálpartæki fyrir [fatlað fólk]1 sé þeirra þörf.
Þegar hugtakið algild hönnun er heimfært yfir á nám, þá er átt við að allir hópar nemenda hafi raunverulegt aðgengi að námi og geti tekið virkan þátt.
Til þess að það gerist er nauðsynlegt að huga að fjölbreyttum leiðum að námsmarkmiðum, bjóða kerfisbundið upp á val um verkefni og leiðir til að leysa úr verkefnum og síðast en ekki síst að tryggja að allar nauðsynlegar námsstoðir séu til staðar.
Á vefsíðu UDL er algild hönnun náms sett fram í einfaldaða töflu sem við höfum lausþýtt á eftirfarandi máta:
|
Tilgangur náms |
Margvísleg framsetning |
Val um leiðir |
Aðgengi |
ÁHUGI OG SJÁLFSMYNDIR
- Höfða til áhuga nemenda
- Að námið öðlist tilgang
- Ávarpa hlutdrægni s.s. í námsefni o.fl.
- Námsmenning
|
SKYNJUN
- Virkja öll skilningarvitin innan og utan skólastofu
- Sjónarænar stoðir
- Fjölbreytt sjónarhorn
|
SAMSKIPTI
- Ólíkar leiðir til tjáningar
- Inngildandi menntatækni
|
Stoðir |
SEIGLA
- Fyrirmyndarverkefni skoðuð í sameiningu
- Markmið unnin í sameiningu
- Hlúa að samvinnu og sjálfstæði
- Að öll tilheyri
- Stöðug og virk endurgjöf
|
TUNGUMÁL OG TÁKN
- Skýrt orðalag
- Tákn, myndir og stuðningsefni með texta
- Nýta tungumálaauð
- Rýna allt orðalag og tákn með hliðsjón af margbreytileika og mögulegri jaðarsetningu
- Fjölbreytt miðlun
|
TJÁNING
- Nýta fjölbreytta miðlun til samskipta
- Val um ólíkar leiðir til framsetningar efnis og verkefnaskila
- Þjálfa færni gegnum stigskiptan stuðning
- Innihaldið er það sem skiptir máli – ekki tegund verkefnisins
|
Færni |
FÉLAGSFÆRNI, TRÚ Á EIGIN GETU OG VÆNTINGAR
- Væntingar til náms og árangurs
- Hugarfar vaxtar
- Beina sjónum að hinu jákvæða án þess að sleppa því að vinna með ýmsar áskoranir
|
ÞEKKING
- Tengja fyrri reynslu og þekkingu
- Beina athygli markvisst að lykilatriðum og nota fjölbreytt dæmi til þess
- Styðja nemendur í að nýta fyrri þekkingu og færni til að takast á við nýjar áskoranir
|
UTANUMHALD
- Skýr og skiljanleg árangursviðmið
- Gera ráð fyrir þeim áskorunum sem kunna að koma upp
- Skipulag upplýsinga, áætlana og stuðningsefnis
- Endurgjöf – hvar erum við stödd núna?
- Ávarpa útilokandi starfshætti
|