Spurt og svarað um námsmarkmið.

Dæmi um námsmarkmið sem gefin eru út af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu gagnast þegar kennsla er skipulögð fyrir fjölbreyttan nemendahóp.
Dæmin sýna hvernig hægt er að kenna sama atriðið miðað við ólíka stöðu nemenda. Þannig fæst allur nemendahópurinn við sama viðfangsefni en nemendur vinna að ólíkum markmiðum.
Við skipulag kennslu er mikilvægt að námsmarkmið séu þau sömu fyrir allan hópinn.
Hér má sjá dæmi um kennsluáætlun í náttúrufræði þar sem allir nemendur vinna að sömu markmiðum, en fara misdjúpt í efnið.
Takið eftir því að nemendur sem læra íslensku sem annað mál eru á ólíkum stað í náminu. Þau geta samt lært um bakteríur, hreinlæti og hvernig bakteríur berast milli fólks.
Helgi Reyr, kennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi hefur safnað hugmyndum um skapandi verkefnaskil inn á safnvegg. Nú þegar er það að finna ýmsar upplýsingar um heimasíður, viðtöl, útvarpsþætti, hlaðvörp, spurningaleiki, myndir, myndbönd, síður, veggi, dagblöð, tímarit, ferðabæklinga, bækur, kynningar, infograph, hugarkort, ratleiki, myndbönd, storyboard, google sniðmát, list, logo, QR kóða, kannanir og fleira sem nemendum eða kennurum gæti dottið í hug.
Margar tæknilausnir bjóða upp á aðstoð við gerð matsramma. Það tekur flest mállíkön stuttan tíma að moka út nánast tilbúnum matrömmum ef fyrirmælin eru nægilega nákvæm. En nauðsynlegt er að lúslesa allan texta sem framleiddur er með þessum hætti, bæði efnislega og með tilliti til málfars.
Hér er eitt dæmi um framsetningu á matskvarða fyrir skil á veggpjaldi í náttúruvísindum þar sem unnið er út frá námsmarkmiðum ásamt lykilhæfniviðmiðum í tjáningu og miðlun og ábyrgð og mat á eigin námi.


Þóra Skúladóttir, kennari í Háteigsskóla í Reykjavík hefur tekið saman fjölbreyttar kennsluaðferðir og hugmyndir sem nýtast í kennslu um orku en hugmyndirnar má yfirfæra á önnur viðfangsefni í náttúrufræði. Hér má skoða síðuna.
Síðan inniheldur góð dæmi um skipulag kennslu
Sveriges Utbildningsradio AB eða sænska menntavarpið lét búa til fræðsluþætti um áskoranir faggreinakennara í fjölbreyttum nemendahópi. Í þáttunum prófa kennarar aðferðir til þess að efla nemendur í námsorðaforða.
Þættirnir eru með íslenskum texta.









