Algild hönnun náms (e. universal design of education)
Við skipulag kennslu er nauðsynlegt að gera ráð fyrir virkri þátttöku allra nemenda. Ef einhverjir nemendur, jafnvel einn nemandi, getur ekki tekið virkan þátt – þá þurfum við að huga að endurskipulagningu.
Hugtakið algild hönnun kemur upphaflega úr arkitektúr. Þar er átt við aðgengi allra að byggingum og hvernig hönnun eigi að gera ráð fyrir öllum fyrirfram, áður en fólk rekst á að komast ekki milli hæða, inn um gættir, upp þrep eða aðrar aðgengishindranir.
Á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er algild hönnun útskýrð:
Aðgengi fyrir alla: Með aðgengi fyrir alla er átt við að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun mannvirkja á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr mannvirkjum, jafnvel við óvenjulegar aðstæður, t.d. í eldsvoða. Jafnframt séu sjónarmið algildrar hönnunar höfð að leiðarljósi við hönnun bygginga og umhverfis þeirra.
Algild hönnun: Hönnun framleiðsluvara, umhverfis, áætlana og þjónustu sem allir geta nýtt sér, að því marki sem aðstæður leyfa, án þess að koma þurfi til sérstök útfærsla eða hönnun. Algild hönnun útilokar ekki hjálpartæki fyrir [fatlað fólk]1 sé þeirra þörf.
Þegar hugtakið algild hönnun er heimfært yfir á nám, þá er átt við að allir hópar nemenda hafi raunverulegt aðgengi að námi og geti tekið virkan þátt.
Til þess að það gerist er nauðsynlegt að huga að fjölbreyttum leiðum að námsmarkmiðum, bjóða kerfisbundið upp á val um verkefni og leiðir til að leysa úr verkefnum og síðast en ekki síst að tryggja að allar nauðsynlegar námsstoðir séu til staðar.
Á vefsíðu UDL er algild hönnun náms sett fram í einfaldaða töflu sem við höfum lausþýtt á eftirfarandi máta:
Tilgangur náms | Margvísleg framsetning | Val um leiðir | |
Aðgengi | ÁHUGI OG SJÁLFSMYNDIR
|
SKYNJUN
|
SAMSKIPTI
|
Stoðir | SEIGLA
|
TUNGUMÁL OG TÁKN
|
TJÁNING
|
Færni | FÉLAGSFÆRNI, TRÚ Á EIGIN GETU OG VÆNTINGAR
|
ÞEKKING
|
UTANUMHALD
|
Leiðsagnarnám
Leiðsagnarnám byggir á ótal rannsóknum á því hvað hefur mest áhrif á námsárangur allra nemenda. Við skipulag kennslu er lykilatriði að hafa í huga að leiðsagnarnám er leið til þess að mæta öllum nemendum í skólastarfi.
Bókin Leiðsagnarnám, skref fyrir skref eftir Nönnu Kristínu Christiansen kom út 2024. Þar segir meðal annars:
Allir nemendur vinna að sama markmiði á sama tíma
Þetta þýðir að undirbúningur kennslu þarf að hafa fjölbreytileika nemendahópsins til hliðsjónar. Lykilatriði í að ná árangri er að enginn nemandi sé að fást við eitthvað annað viðfangsefni ólíkt öðrum í bekknum vegna uppruna, tungumálakunnáttu, menningar, fötlunar eða annars sem getur jaðarsett nemendur í skólastarfi. Skipulag kennslu þarf að byggja á leiðum til þess að öll geti tekið virkan þátt.
Sérhver nemendi upplifir að gerðar séu ríkar væntingar til hans
Þetta þýðir að nemendur fá verkefni sem eru skiljanleg og merkingarbær. Þeir hafa fyrirmyndir og vita til hvers er ætlast af þeim. Allir nemendur njóta stuðnings og hvatningar sama hversu djúpt þeir kafa í námsefnið. Kennslan er alltaf skipulögð þannig að allir nemendur geti tekið virkan þátt.
Texti - hindrun eða tækifæri
Hagnýt ráð þegar tæknilausnir eru nýttar við undirbúning kennslu