Margir hafa gaman af hrekkjavöku. Þá gefst tækifæri til að klæða sig í skemmtilega búninga.
Hluti þess að búa til öruggt umhverfi fyrir skólabörn, öll skólabörn, er að koma í veg fyrir að krakkar klæðist sig í búninga sem vísa í annan kynþátt, uppruna eða menningu. Menning og kynþættir eru ekki búningar til klæðast sig í. Þetta þýðir ekki að fólk megi ekki klæðast sig í hefðbundnum fatnað annars menningarheims, heldur að fólk þurfi að sýna því skilning að klæðnaður/búningur getur tengst trúarbrögðum eða átt sér sérstaka sögu. Það er nauðsynlegt að sýna því skilning að slíkur fatnaður sé síður viðeigandi en aðrir og rétt að kynna sér sögu búningsins hverju sinni.
Að neðan eru nokkrar spurningar sem gott er að hafa í huga þegar búningar fyrir hrekkjavökuna er valinn.
Byggir búningurinn á kynþætti, uppruna eða menningu annarra?
Ef svo er, þá er líklegra en ekki að búningurinn móðgi og skapi vanlíðan hjá þeim sem eru af þeim kynþætti, uppruna eða menningu sem búningnum er ætlað að sýna. Það má þó ekki ráða beint af búningnum sjálfum, heldur ef nafn búningsins gefi ábendingu um að hann byggi á staðalímynd, sem dæmi má nefna: „Hey amigo“, Geisha, trúarbrögð eins og múslima, „blackface“ o.s.frv.
Tilheyrir barnið þitt þeim menningarhóp sem búningnum er ætlað að sýna?
Ef ekki, þá er gott að spyrja sig hvað það þýðir að fá uppruna eða menningu annarra „lánaða“ yfir daginn. Hafðu í huga að fyrir marga er þetta ekki búningur heldur sjálfsmynd þeirra. Hvernig myndi fólki líða ef kemur inn í hóp fólks af tilteknum kynþætti, uppruna eða menningu í slíkum búningi? Hvernig myndi frumbyggjum í Ameríku líða ef barn kæmi í heimsókn til þeirra í „indíána“-búningi? Hvernig myndu þau bregðast við? Myndir þú fara í búning tengdum trúarbrögðum eins og múslima?
Ef búningurinn á að vera snjall (fyndinn), af hverju er hann fyndinn?
Ef búningurinn telst snjall af því að hann byggir á staðalímynd kynþátta eða uppruna annarra, þá er búningurinn líklega skopmynd eða afbökun og særandi fyrir þá kynþætti og fólk af þeim uppruna sem af er byggt. Ef að slíkur búningur þætti móðgandi í hversdagslegum erindum, þá er hann móðgandi á hrekkjavöku.
Íslenska

Úkraínska

Spænska

Pólska

Kúrdíska, sorani

Enska

Arabíska


