- Hafa jákvæð viðhorf gagnvart lestri – börn sem hafa alist upp við að lesið sé fyrir þau og sjá foreldra sína lesa. Hafa bækur í umhverfi sínu, heyra umræðu um þær og alast upp við áhuga á þeim.
- Eru tæknilega vel læsir – börn sem náðu fljótt lestækninni, það er að umkóða og tengja og hafa þar af leiðandi lestrarfimi.
- Tengja lesefni fyrri þekkingu – börn sem tengja innihald texta við eitthvað sem þau þekkja, hafa heyrt um eða lesið sér til um.
- Lesa á gagnrýninn hátt – börn sem temja sér að velta vöngum yfir því sem þau lesa; getur þetta gerst, er þetta rétt lesið hjá mér?
- Nota fjölbreyttar skilningsaðferðir – börn sem tileinka sér í gengum árin fjölbreyttar skilningsaðferðir.
- Lesa fjölbreytta texta – börn sem lesa allt mögulegt og hafa áhuga á ýmsu. Þau eru búin að átta sig á því hvað margt getur verið áhugavert og skemmtilegt.
Þetta eru oft börnin sem eru búin að lesa allt bókasafnið heima hjá sér og jafnvel einnig hjá afa og ömmu og eru virk að fara á bókasöfn til að grúska og fá lánaðar bækur.
Öll börn ættu að tilheyra hópi ánægðra lesara, það stuðlar að árangri þeirra í lífi og starfi. Stuðningur og hvatning foreldra/forráðamanna er lykilatriði