Lesfimi
Lesfimi byggir á sjálfvirkni, nákvæmni og hrynrænum þáttum tungumálsins. Með lesfimi er átt við að börn lesi af nákvæmni, á jöfnum hraða og með viðeigandi áherslum.
Lesfimi byggir á sjálfvirkni, nákvæmni og hrynrænum þáttum tungumálsins. Með lesfimi er átt við að börn lesi af nákvæmni, á jöfnum hraða og með viðeigandi áherslum.
Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Lesfimi vísar til sjálfvirkrar samhæfingar á umskráningu, orðaþekkingu og lesskilningi, þannig að lesturinn verði nákvæmur, hraður og sjálfvirkur. Lesfimi er mæld sem rétt lesin orð á mínútu og hafa lesfimiviðmið verið gefin út af Menntamálastofnun fyrir hvern árgang grunnskólans.