
Á vefnum Teacher Toolkit er fjallað um Frayers líkanið og hvernig það er notað í vinnu með orðaforða. Líkanið nýtist í allri kennslu enda er orðaforði undirstaða skilnings í öllum námsgreinum.
Á síðunni er stutt myndskeið þar sem kennari segir frá vinnu sinni með líkanið og henni jafnframt fylgt eftir í kennslu.