Leikskólinn Laufskálar skilgreinir sig sem leiklistarleikskóla og er leiklist einn af ríkjandi þáttum í starfinu.
Mikil málnotkun fer fram þegar verið er að setja upp leiksýningu. Það þarf að semja leikrit eða vinna eftir ákveðinni sögu. Þá þarf að skilgreina sögupersónur, sögusvið og atburðarás.
Bollaleggingar varðandi búninga, leikmuni og leiksvið kalla ennfremur á mikla umræðu á meðal barnanna. Þau ræða hver á að leika hvern, hvað á að gera og segja, þannig að sagan komist til skila í leiksýningunni.
Nánar má lesa um leiklistina í Laufskálum á vef Laufskála.