Í rannsókninni National Endowment for the arts. To Read or Not to Read 2007 kom fram að það eru mun fleiri nemendur sem geta lesið en hafa ekki áhuga, heldur en þeir sem eiga í erfiðleikum með að lesa.
Til að vekja áhuga eru foreldrar/forráðamenn fyrirmyndir
- Lesið sjálf
- Talið um bækurnar sem þið eruð sjálf að lesa
- Talið um áhuga ykkar á bókalestri
- Þegar börn lesa sjálfstætt, er gott að foreldrar / forráðamenn lesi sömu bækur og þau og ræði þær
- Ræðið um höfunda, hvaða bækur þeir hafa gefið út og hvers konar bækur þeir skrifa
- Hver eru áhugamál barnsins? Finnum bækur og tímarit sem fjalla um þau. Lesið og spjallið við barnið, kveikið áhuga þess
- Verið með mismunandi bækur áberandi á heimilinu s.s. sögubækur, teiknimyndabækur, fræðibækur, listabækur, tímarit…
- Farið saman á bókasöfn, í bókabúð og á bókamarkaði
- Gera þarf lestur hluta af heimilisbragnum