Lestrarnám er undirstaða alls annars náms. Það er verkefni sem getur tekið mörg ár og útheimtir oft mikla þolinmæði. Heimili og skóli þurfa að sinna þessu verkefni í samvinnu. Foreldrar/forráðamenn gegna lykilhlutverki í lestrarnámi barna sinna og hefur viðhorf þeirra mikil áhrif á þróun lestrarfærni hjá barninu. Það er mikilvægt að foreldrar séu góðar fyrirmyndir og geri heimalesturinn að eðlilegum þætti í daglegu lífi.