Í flest öllum leikskólum má finna loðtöflusögur. Myndin hérna er af loðtöflusögunum í leikskólanum Rofaborg sem er snyrtilega komið fyrir.

Setningafræði er eitt af kerfum tungumálsins og best er að börn heyri fjölbreytta notkun málsins. Setningagerðir eru oft lengri og flóknari í rituðum texta en töluðum og því er mikilvægt að lesa fyrir börnin. Kosturinn við loðtöflusögur er að börnin sjá myndir um leið og sagan er lesin og hjálpar það að skilja textann.