Í leikskólanum Jöklaborg mátti sjá þetta skemmtilega hús sem hluta af leikefni barnanna. Þarna var ýmis búnaður sem tilheyrir heimilum s.s. eldavél, ískápur, fataskápar og rúm. Jafnframt voru í boði persónur til að leika með í húsinu (þarna á myndinni eru bangsar).

Þegar börn eru í hlutverkaleik þá tala þau sig í gegnum leikinn, þau skipuleggja hann með samræðum við leikfélaga, setja orð á athafnir og eru raddir persónanna. Þó svo barn sé eitt að leik, má heyra að það notar málið, það segir frá hvað hver er að gera og gefur persónunum rödd.

Þarna er barnið að æfa málið, gera tilraunir með það og ná færni m.a. í setningafræðinni.