Skilrúmsleikur

  • Þessi leikur er leikinn í pörum. Bæði börnin fá sömu myndina og eins liti
  • Hægt er að velja margskonar myndir eftir aldri barnanna
  • Börnin sitja á móti hvort öðru með skilrúm á milli svo þau sjái ekki á myndina hvort hjá öðru
  • Annað barnið litar hluta af myndinni og segir hinu barninu að gera eins. Til dæmis gæti barnið sagt: „Litaðu krullaða hárið brúnt og slétta hárið gult“.
  • Börnin halda áfram þar til þau hafa lokið við að lita myndina
  • Þegar búið er að lita myndirnar, er hægt að taka skilrúmið burtu og bera myndirnar saman og sjá hvort þær eru eins