Doktorsritgerð Sigríðar Ólafsdóttur
Meginmarkmið rannsóknar Sigríðar Ólafsdóttur 2015 var að kanna hve hratt og hvernig íslenskur orðaforði og lesskilningur þróast hjá ísl2 nemendum í fjórða bekk til áttunda bekkjar grunnskóla, einnig tengsl á milli þessara færniþátta. Þá var leitast við að skoða hvaða áhrif mállegir, félagslegir og aðrir umhverfisþættir hefðu á þróun orðaforða og lesskilnings. Að síðustu var könnuð færni barnanna í að tjá hugmyndir sínar í ritun og færa rök fyrir þeim, og hvort mætti tengja hana við orðaforða þeirra.