Tákn með tali
Inn á vef Menntamálastofnunar má finna bókina Tákn með tali 2. Þetta er rafbók sem jafnframt er hægt að hlaða niður sem pdf skjal.
Tákn með tali 2 er orðabók með táknmyndum sem notaðar eru í boðskiptakerfinu TMT. Orðabókinni er skipt í tvo hluta, fyrri hlutinn er kynning á uppbyggingu og tilgangi TMT og ráðleggingar um innlögn og þjálfun. Síðari hlutinn er táknsafnið sjálft.