Syngjandi skóli

Samræður í skólastarfi

Neysluveislan

Aðgengilegt lestrarumhverfi

#meinlaust

Jafnréttisstofa stendur fyrir vitundarvakningu sem ætlað er að vekja athygli á birtingarmyndum áreitni í samfélaginu. Verkefninu fylgja veggspjöld sem hægt er að skoða á netinu eða prenta út. Kynbundin áreitni […]

Íslenskur námsorðaforði

Út er komin grein eftir Auði Pálsdóttur og Dr. Sigríði Ólafsdóttur um lista yfir íslenskan námsorðaforða (LÍNO-2). Í greininni er farið yfir tilurð listans og þær rannsóknir sem byggt er á.

Listinn ætti að vera skyldulesning allra grunnskólakennara þar sem hann byggir á tíðni orða í íslensku lesmáli. Orðin eru flokkuð eftir tíðni og þau eru greind niður á orðflokka. Það er áhugavert að skoða einstaka orðflokka út frá tíðni.

Listanum má hlaða niður hér. Skráin er á CSV sniði sem þarf að flytja sérstaklega inn í Excel svo hægt sé að vinna með skrána. Hér má hlaða niður excel skránni.

Einnig er hægt að skoða hann hér á síðunni:

 

Forsíða Bildetema

Endurbætt Myndaþema (Bildetema)

Búið er að uppfæra og endurvinna Bildetema myndaorðabókina á íslensku. Myndaorðabókin byggir á ljósmyndum og er þemaskipt. Hvert orð er tekið upp á íslensku og hægt er að hlusta á orðin.

Margir kaflanna skiptast í undirhugtök. Til dæmis inniheldur kaflinn um Manneskjur og líkama nokkra undirkafla.

Þegar valinn er kaflinn: Líffæri í líkamanum birtast hugtök sem eiga heima þar undir.

 

Myndaorðabókin er á nokkrum tungumálum og fleiri munu bætast við. Notendur geta valið sín uppáhalds tungumál og hoppað á milli þeirra með auðveldum hætti. Eftir að tungumál hefur verið stjörnumerkt birtist það efst í rauðu stikunni og þá er hægt að stökkva á milli tungumála með einum smelli.