Börn með rofna skólagöngu er hagnýtur upplýsingavefur fyrir starfsfólk skóla- og frístundastarfs. Á vefnum er fjallað um áfallamiðaða nálgun, farsæla móttöku barna með rofna skólagöngu, hvernig stuðla megi að inngildingu í hópi barna og ungmenna. Einnig eru ýmis hagnýt ráð og aðferðir til að mæta börnum með rofna skólagöngu í skóla- og frístundastarfi.

Rauði kross Íslands býður upp á námskeið um sálræna fyrstu hjálp. 

Heillaspor er áfallanæm nálgun í skólastarfi. Miðstöð menntunar sér um innleiðingu Heillaspora á landsvísu.